Stærðfræði

Seinustu vikur var ég að læra að nota Excel í stærðfræði. Ég átti að gera gjaldskrá fyrir þrjár bátaleigur úr stærðfræðibókinni Hringur 3. Ég átti að reikna dæmið í Excel og setja það síðan upp í word. Ég vistaði síðan word skjalið inn á box.net og setti það inn á bloggið mitt. Mér fannst mjög gaman að vinna þetta verkefni því það er alltaf svo gaman að læra eittkvað nýtt og spennandiHeart

Hér er verefnið mitt!


Trúarbragðafræði

Seinust vikur hef ég verið að vinna verkefni í trúarbragðafræði. Ég var að bera samna hvað Gyðingsdómur, Kristin trú og Islam eiga sameiginlegt og hvað er ólíkt með þessum trúarbrögðum. Til að afla mér upplýsingar fór ég á nams.is en þar er trúabragðavefurin sem var með allar upplýsingarnar sem ég þurfti. Það sem mér fannst áhugaverðast við þetta verkefni var sagan um Ester drottningu og frænda hennar þegar þau björguðu Ísraelsmönnum frá útrýmingu í Persíu. En það sem ég lærði af þessu verkefni var að ég lærði meira um fæðingu Islams, eins og þegar barnið skýrist er hvíslað trúarjátningu í eyra barnsins og gefið svo barninu sykur eða hunang á tungunaHeart

Hér er verkefnið mitt!

 

 


Náttúrufræði

Seinustu vikur hef ég verið að vinna í glærum um eldfjallið Mauna Loa. Þetta byrjaði á því að Anna kennarinn minn dró upp nöfnin okkar og sagði: þú verður með Suðurskautslandið, Nabibeyðimörkina o.s.f.. Ég byrjaði á því að ég fékk blað með fullt af litlum kössum á. Svo fékk ég fékk bók og lítinn bækling um allt um Mauna Loa til að geta skrifað í kassana. þegar í var búin að því fór ég í tölvunna og skrifaði í Word alla puntanna sem í skrifaði í kassanna. Þegar því var lokið fór ég í Power Point og skrifaði allt á glærurnar. Þegar því var lokið var komið að því að skreyta og setja myndir. Eftir það vistaði ég glærurnar inná slideshare og inná bloggið mitt.

 

Hér eru glærurnar mínarHeart

 

 

 


Bókagagnrýni

Í íslensku var ég að lesa bók sem heitir Röndóttir spóar. Þegar ég var búin að lesa bókina gerði ég bókagagnrýni um hana.

Hér er bókagagnrýnin mínHeart


Danska

Seinustu vikur hef ég verið að skrifa einn dag í lífi mínu á dönsku. Ég byrjaði á því að skrifa daginn á uppkastarblað, síðan fór Helga dönnskukennarinn minn yfir. Þegar því var lokið skrifaði ég daginn í Microsoft Word og fann myndir sem passaði við. Eftir það bloggaði ég um þetta, vistaði á box.net og vistaði ég inná bloggið mitt!

 

 

Hérna á verkefnið mittHeart

 

 

 


Hallgrímur Pétursson

Seinustu vikur hef ég verið að vinna í glærum um Hallgrím Pétursson. Hallgrímur Pétursson var eitt frægasta skáld sem Íslendingar hafa eignast. Hann samdi Passíusálmanna, Allt eins og blómstrið eina og fullt af öðrum sálmum. Ég fékk blað um það sem ég átti að skrifa um, svo byrjaði ég að finna heimildir um Hallgrím og skrifa þær á Power point. Þegar ég var búin að því fór ég að vinna í glærunum. Ég setti textann saman og fann myndir sem passaði við textann. Þegar það var búið vistaði ég glærurnar inná .net og setti inná bloggið mitt!

 

Hér eru glærurnar mínar!


Tyrkjaránið

Seinustu vikur hef ég verið að læra um Tyrkjaránið. Mér fannst það mjög gaman og sérstaklega af því að ég hef mjög gaman að læra sögu. Mér finnst það mjög góð reynsla fyrir mann að læra um þessa atburði því þeir eru bæði sorglegir en um leið stórmerkilegir.

Það sem mér fannst áhugaverðast við þessa sögu var að þegar Séra Ólafi var sleppt til að fara til baka og fá pening til að losa fólk sitt að það voru eiginlega engir tilbúnir til að hjálpa og Danakonungurinn keypti bara 10% af Íslendingum frjálst

Ég hef reynt að setja mig í spor Íslendinganna og ég trúi vel að þetta hafi verið mikið áfall og sérstaklega fyrir foreldrana því þau þurftu að skilja börnin sín eftir í Alsír. Það var fólk líka rifið úr fötunum, káfað á því, skorið af fólki nefið og eyrun, slegið og barið og það var farið með fólkið eins og húsdýr og það það væri alveg hræðilegt að lenda í svona atviki.

Þegar ég var að læra um Tyrkjaránið átti ég að vinna um verkefni um það. Ég átti að búa til fréttablað um Tyrkjaránið í Puplisher. Mér fannst líka mjög gaman að vinna það verkefnið og mig langar gjarnan að búa til fleiri fréttablöð

Hér er fréttablaðið mittHeart

 

 


Reykir í Hrútafirði

Vikuna 14-18 nóvember fór ég með öllum árgangnum mínum á Reyki. Við gistum á Grund, við stelpurnar gistum á neðri hæðinni en strákarnir á efri hæðinni. Skólinn sem var með okkur var Gyljaskóli á Akureyri og hann gisti í Ólafshúsi. Fögin sem við vorum í voru íþróttir, byggðasafnið, stöðvaleikir, náttúrufræði og undraheimur auranna. Mér fannst lang skemmtilegast í stöðvaleikjum því þar var Unnar að segja okkur frá morði sem var framið á Reykjum fyrir mörgum árum síðan. Mér fannst þetta skemmtilegt vegna þess að ég hef mjög gaman af sögum og svo var Unnar alveg ótrúlega skemmtilegur og fyndin. Mér fannst stöðvaleikurinn líka áhugaverðastur. Í íþróttum fannst mér gaman þegar við fórum í dodsball, en þegar við þurftum að frelsa alla sem voru skotnir þurftum við að hitta með boltanum í körfuna hinum megin á vellinum. Í Byggðasafninu fannst mér áhugaverðast þegar að við voru að reisa horgemling, en þá sátum við á gólfinu og settum hægri hendina í gegnum hægri fótinn og kræktum hendinni í hægri eyrað. Þegar því var lokið kræktum við vinstri hendinni aftan á strenginn á buxunum og svo reyndum við að standa upp. Í náttúrufræði fannst mér áhugaverðast þegar við skoðuðum allt sem við fundum í fjörunni í smásjá. Í undraheim auranna fannst mér ekkert skemmtilegt í fyrsta tímanun og þá vorum við að tala um peninga og lán og svoleiðis en eftir frjálsa tímann fórum við aftur í undraheim auranna og þá fórum við í mjög skemmtilegt spil og það var mjög áhugavert. Reykjaferðin var alveg frábær ferð og ef ég fengi að ráða myndi mig strax langa að fara þangað aftur Wink


Anne Frank

Last weeks, I've been working on a video of Anne Frank. I've been finding photos that I want to have in my video and put them on Photo Story 3. so I put them together in a shortl video and record he text I´ve written I put the video on youtube and in published it on my blogside Heart


Staðreyndir um Evrópu

Seinust vikur hef ég verið að vinna í heimildarvinnu. Ég hef verið að finna ýmsar staðreyndir í Evrópu bæði í Evrópubókinni, kortabókinni og á google. Ég byrjaði á því að fá blað með nokkrum kössum á, á það skrifaði ég spurningar og svaraði þeim, svo vann ég þetta í Microsoft word. þegarr ég var búin að því setti ég þetta inná box.net og setti þetta inná bloggið mitt Heart

Hér sérðu verkefnið


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband