Seinustu vikur hef ég verið að læra um Tyrkjaránið. Mér fannst það mjög gaman og sérstaklega af því að ég hef mjög gaman að læra sögu. Mér finnst það mjög góð reynsla fyrir mann að læra um þessa atburði því þeir eru bæði sorglegir en um leið stórmerkilegir.
Það sem mér fannst áhugaverðast við þessa sögu var að þegar Séra Ólafi var sleppt til að fara til baka og fá pening til að losa fólk sitt að það voru eiginlega engir tilbúnir til að hjálpa og Danakonungurinn keypti bara 10% af Íslendingum frjálst
Ég hef reynt að setja mig í spor Íslendinganna og ég trúi vel að þetta hafi verið mikið áfall og sérstaklega fyrir foreldrana því þau þurftu að skilja börnin sín eftir í Alsír. Það var fólk líka rifið úr fötunum, káfað á því, skorið af fólki nefið og eyrun, slegið og barið og það var farið með fólkið eins og húsdýr og það það væri alveg hræðilegt að lenda í svona atviki.
Þegar ég var að læra um Tyrkjaránið átti ég að vinna um verkefni um það. Ég átti að búa til fréttablað um Tyrkjaránið í Puplisher. Mér fannst líka mjög gaman að vinna það verkefnið og mig langar gjarnan að búa til fleiri fréttablöð
Hér er fréttablaðið mitt
Flokkur: Bloggar | 18.1.2012 | 13:22 (breytt 21.1.2012 kl. 09:18) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.