Reykir í Hrútafirði

Vikuna 14-18 nóvember fór ég með öllum árgangnum mínum á Reyki. Við gistum á Grund, við stelpurnar gistum á neðri hæðinni en strákarnir á efri hæðinni. Skólinn sem var með okkur var Gyljaskóli á Akureyri og hann gisti í Ólafshúsi. Fögin sem við vorum í voru íþróttir, byggðasafnið, stöðvaleikir, náttúrufræði og undraheimur auranna. Mér fannst lang skemmtilegast í stöðvaleikjum því þar var Unnar að segja okkur frá morði sem var framið á Reykjum fyrir mörgum árum síðan. Mér fannst þetta skemmtilegt vegna þess að ég hef mjög gaman af sögum og svo var Unnar alveg ótrúlega skemmtilegur og fyndin. Mér fannst stöðvaleikurinn líka áhugaverðastur. Í íþróttum fannst mér gaman þegar við fórum í dodsball, en þegar við þurftum að frelsa alla sem voru skotnir þurftum við að hitta með boltanum í körfuna hinum megin á vellinum. Í Byggðasafninu fannst mér áhugaverðast þegar að við voru að reisa horgemling, en þá sátum við á gólfinu og settum hægri hendina í gegnum hægri fótinn og kræktum hendinni í hægri eyrað. Þegar því var lokið kræktum við vinstri hendinni aftan á strenginn á buxunum og svo reyndum við að standa upp. Í náttúrufræði fannst mér áhugaverðast þegar við skoðuðum allt sem við fundum í fjörunni í smásjá. Í undraheim auranna fannst mér ekkert skemmtilegt í fyrsta tímanun og þá vorum við að tala um peninga og lán og svoleiðis en eftir frjálsa tímann fórum við aftur í undraheim auranna og þá fórum við í mjög skemmtilegt spil og það var mjög áhugavert. Reykjaferðin var alveg frábær ferð og ef ég fengi að ráða myndi mig strax langa að fara þangað aftur Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband